Snorri on...

Search

Join Snorri Helgason's mailing list. We will absolutely not give your email address to anyone else. Promise.

join our mailing list
* indicates required

"Klæði", "Ólán", London o.fl. (maí fréttabréf)

Hæ öllsömul
Þetta er búið að vera mjög mjög bissí mánuður. Og þetta er bara rétt að byrja…
Ég fór að sjá Pavement í Brixton Academy í London á mánudaginn. Þeir voru rosssalegir. Algjörlega sturlaðir á sinn eigin sloppí hátt. Malkmus er allt of kúl. Hættulegur.

Ég er búinn að vera hlusta mjög mikið á tónlistarmann sem heitir Emitt Rhodes. Vinur minn, Skarpi, gaf mér samnefnda plötu með honum frá 1970 og ég er búinn að vera hlusta á hana stanslaust síðan þá. “Þetta er eins og sóló-McCartney, bara ekki leiðilegt” lýsti Siggi T trommari þessu fyrir mér og það er nákvæmlega það sem ég heyrði þegar ég setti hana á. Frábært stöff.

Ég keypti mér nýjan kassagítar eftir að gamli gítarinn minn framdi sjálfsmorð. Hann ákvað bara einn morguninn að detta af gítarstandinum sínum og hálsbrjóta sig. Alveg einn og óstuddur. Ég held að gítarinn minn hafi aldrei verið neitt sérstaklega hrifinn af folki. Hann vildi láta spila emo á sig.

En ok. Í staðinn keypti ég mér Martin 000-15. Draumagítarinn minn. Ég held að þetta sé sama týpa og Graham Coxon notar í “Coffee & TV” myndbandinu. Ég keypti hann notaðan og er búinn að vera að gera hann dálítið upp. Setti nýjan frábæran pick-up í hann (Ellipse Aura heitir
hann fyrir ykkur gítarperrana) og hann sándar fáránlega vel.

JaJaJa, Klæði og Freeze-Out

Ég og hljómsveitin erum búnir að vera æfa eins og brjálæðingar að undirbúa okkur fyrir Lundúnaferðina okkar í næstu viku. Við erum að fara að spila á JaJaJa kvöldinu á The Lexington 20. maí nk. Ef þið verðið í London þá eða þekkið einhvern þar megið þið endilega benda þeim á að koma. Þetta verður mjög gott.

Ég er að semja tónlist fyrir leikritið “Klæði” sem frumsýnt verður 30. maí nk. á Norðurpólnum á Seltjarnanesi. Það er eftir vin minn Berg Ebba og
leikstýrt af öðrum vini mínum, Dóra DNA. Ég fór á prufusýningu um daginn og get staðfest að þetta er snilld. Hef aldrei gert neitt svona áður og er þess vegna mjög spenntur. Ég býst við að ég muni flytja tónlistina “læv” á hverri sýningu sem að gerir þetta ennþá meira spennandi.

Ég og Biggi, hljómborðsleikari í hljómsveitinni minni og ljúflingur með meiru, höfum verið að taka upp myndband fyrir lagið “Freeze-out” sem við
vonumst til þess að ná að klára áður en við förum til London á fimmtudaginn. Ég held ykkur upplýstum um gang mála.

Ólán

Ég tók upp nýtt lag á íslensku sem heitir “Ólán” í Hljóðrita um daginn. Ég var að taka upp gítarsóló í lok lagsins á föstudaginn og ég held að það
sé tilbúið núna. Ég og Siggi T trommari fórum inn og tókum það upp live í einni töku einn föstudagseftirmiðdag í lok apríl. Það tók minna en tvo tíma! Það var bara eitthvað við þessa fyrstu töku sem small og þá var óþarfi að halda áfram. Þetta er frekar beisikk folk-blús lag í grunninn en
raddbeitingin og hljóðheimurinn er eitthvað alveg nýtt hjá mér. Ég er mjög sáttur með það en væri mjög til í að heyra hvað ykkur finnst. Þið getið hlustað á það á heimasíðunni minni. Það kemur út á sumarplötu Kima og Borgarinnar sem að gefin verður út í sumar. Meira um það síðar.

Og já… besta leiðin til þess að fylgjast með því hvað ég er að bauka án þessa lesa þessi lauuungu email er að adda mér á facebook og twitter 🙂

Þangað til næst
kveðja,
Snorri.


Share |