Hæ.
Nú er ég kominn til London. Búinn að vera hér í næstum tvær vikur og er ennþá að koma mér fyrir og kynnast hverfinu mínu og bara taka því rólega.
Það er ekkert sem að veitir mér meiri innblástur en djúpur umferðarniður, ærandi sírenuvæl og iðandi mannlíf, sem er nákvæmlega sem þessi borg treður í fésið á manni á hverju horni. Þess vegna er ég að tryllast af inspír og get ekki beðið eftir að koma þessu öllu saman niður á blað og setja það inn í tölvuna sem músík. Neh. En demóvinna fyrir næstu plötu er að fara í fullt swing á næstu vikum með aðstoð glænýju Apogee One græjunnar minnar. Læt
ykkur vita hvernig það gengur auðvitað.
Spilerí
Spilaði á mínum fyrstu tónleikum hér síðasta fimmtudagskvöld. Þetta var svokallað “Airwaves Warm-up Night” og var haldið á Hoxton Square Bar & Grill sem er hérna rétt hjá íbúðinni minni (næs!). Það var mjög gaman og gekk mjög
vel. Fékk meira að segja að hitta Retro Stefson öðlingana og drekka með þeim einn perlandi. Það er aldrei leiðilegt. Spilaði á The Regal Room sl. fimmtudag. Það var pínu súrealískt en á góðan hátt. Spila næst hér í London 23. sept. á Porobello Acoustic Sessions í Westbourne Park.
Talandi um Airwaves…. þá kem ég heim til þess að spila á því ágæta húllumhæi í október. Dag- og tímasetningar eru ekki alveg frágengnar en ég læt ykkur vita þegar það er allt saman komið á hreint.
Haustið í Kanada
Strax eftir Airwaves fer ég svo á Kanadatúr með vini mínum, Lindy Vopnfjord. Þetta verður 2-3 vikna male-bonding maraþon þar sem við spilum og ferðumst um austurströnd Kanada alla leið inn til Toronto í Volvoinum hans.
Ég hlakka mikið til. Þeir sem hafa séð Nova Scotia og fylkin þar í kring í haustlitunum vita nákvæmlega af hverju. Kanada er me’etta.
Útgáfa IGPMNOYD
Dagsetningar á útgáfu plötunnar minnar, I’m Gonna Put My Name On Your Door hafa breyst pínulítið. Hún kemur út í Evrópu og Bandaríkjunum 28. október nk. Vínyllinn er á leiðinni í pressun og kemur út á Íslandi um svipað leyti. ÚFF.
Skegg
Sjáið nýja skeggið mitt. Sjæse!
Þá held ég að það sé komið í bili.
Kveðja,
Snorri